Nýtt hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu

Í norðurhlíð Arnarnesháls er unnið að skipulagningu nýs hverfis sem fengið hefur heitið Arnarland. Í Arnarlandi er áætlað að byggist upp líflegt borgarumhverfi með nýjum íbúðum, þjónustu og atvinnustarfsemi. Í deiliskipulagstillögu hverfisins er gert ráð fyrir um 500 íbúðum, ýmissi nærþjónustu og heilsuklasa þar sem áhersla er á aðsetur fyrir fjölbreytt fyrirtæki tengd heilsu og hátækni.

Byggðarmynstur

Gert er ráð fyrir að í Arnarlandi rísi borgarumhverfi með lifandi starfsemi og góðum íbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

MEIRA

Vistvænar samgöngur

Við hönnun hverfisins er horft til þess að í Arnarlandi verði greitt aðgengi að fjölbreyttum samgöngum með áherslu á vistvænar samgöngur. Eins er lögð áhersla á að tryggja öruggar umferðartengingar fyrir akandi.

MEIRA

Náttúran í borgarumhverfinu

Lögð verður áhersla á gott aðgengi að fjölbreyttum útvistar- og grænum svæðum bæði innan hverfisins og í nærumhverfinu.

MEIRA

Samfélag og lýðheilsa

Lagt er til að í Arnarlandi rísi blönduð byggð sem styður við samfélagsheild og bætta lýðheilsu íbúa og gesta.

MEIRA

Finna má kynningargögn um deiliskipulagstillöguna fyrir Arnarland á vef Garðabæjar með ítarlegri umfjöllun og skýringarmyndum. Hún verður aðgengileg á vefnum sem og í þjónustuveri frá 1. til 25.  september. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 25. september 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.